Blik 1969/Vestmannaeyískar blómarósir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2009 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2009 kl. 20:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Blik 1969/Vestmannaeyiskar blómarósir færð á Blik 1969/Vestmannaeyískar blómarósir)
Fara í flakk Fara í leit
Aftasta röð frá vinstri: Elsa Sigurðardóttir frá Helli, Halldóra Helgadóttir frá Sólvangi, Erla Ísleifsdóttir Högnasonar, Magnea Hannesdóttir frá Hæli, Sigurína Friðriksdóttir frá Görðum, Ásta Engilbertsdóttir Gíslasonar, Þórunn Kristjánsdóttir frá Brattlandi.
Miðröð frá vinstri: Kjartanía Vilhjálmsdóttir frá Sœbergi, Hrefna Sigmundsdóttir frá Vinaminni, Gunnþóra Kristmundsdóttir Jóhannssonar, Erna Árnadóttir Sigfússonar, Birna Guðný Björnsdóttir Guðjónssonar, Aðalheiður Fanney Ármannsdóttir Jónssonar frá Þórlaugargerði.
Fremsta röð frá vinstri: Ása Þórhallsdóttir Gunnlaugssonar, Sigríður Ástþórsdóttir frá Sóla, Ingibjörg Árnadóttir Johnsen frá Árdal.
— Myndin er tekin árið 1935.

Vestmanneyískar blómarósir

Við megum vissulega þakka það Slysavarnafélagi Íslands eins og svo margt annað og svo því fólki hér, sem fyrir málstað þess hefur unnið áratugum saman, að þessi fallega mynd er til. Hún er af vestmanneyískum blómarósum, sem unnið hafa fyrir Slysavarnafélagið, selt fyrir það merki á götum bæjarins og á heimilum Eyjabúa.