Blik 1953/Skýrsla Gagnfræðaskólans 1951-1952

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2009 kl. 17:01 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2009 kl. 17:01 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

ÁFANGA NÁÐ

ctr

NÝJA GAGNFRÆÐASKÓLABYGGINGIN

Fyrsta starfsár okkar í hinni nýju byggingu Gagnfræðaskólans er brátt á enda. Í haust, þegar skólinn var settur þar fyrsta sinni, sóttu minningarnar að mér. Margs var að minnast frá mörgum liðnum árum. Baráttan fyrir byggingu þessari var orðin 18 ára gömul. Hún er orðin heil saga, sem almenningur hér veit lítil deili á. En eitt er víst, að alþýðu manna hér á ég það að þakka fyrst og fremst, að þessum áfanga í byggingarmálum skólans er náð. Hér er hvorki stund né staður til þess að fara um það mál mörgum orðum að sinni. Framgangur hugsjóna er oft háður margskonar straumköstum og breytingum í þjóðlífinu, bæði innan sveitar og utan. Á seinni árum finnst mér sem alþýða manna hér hafi lagt þennan hvítvoðung minn að brjósti sér og skapað honum þannig vöxt og viðgang. Án hennar fylgis og hugarhlýju og fulltrúa hennar sæti enn við hið sama í þessu framfaramáli bæjarins og menningarmáli.
En annars óska ég að minnast.
Veturinn 1947 hófu nemendur mínir að grafa fyrir undirstöðuveggjum skólahússins. Mig minnir það vera sumarið áður, sem fræðslumálastjóri boðaði til skólastjórafundar til þess að ræða framkvæmd hinna nýju fræðslulaga. Á fundi þessum kom fram fyrirspurn um það, hvort skólarnir hefðu eigi heimild til þess að leggja nokkra þegnskylduvinnu á nemendur sína í þágu skólans. Sú spurning hlaut jákvætt svar og þótti sú þegnskylduvinna ekki óhæfileg 3 dagsverk á hvern nemanda.
Þetta notfærði ég skólanum. Hreyfði ég því máli við nemendur mína í febrúar 1947, að þeir inntu af hendi þessa þegnskylduvinnu á hinni nývöldu byggingarlóð skólans með því að grafa fyrir byggingunni að einhverju leyti. Þetta reyndist auðsótt mál. Hvortveggja var, að byggingarmálið var nemendunum hugðarmál og svo er hraustum unglingum nautn að því að reyna á krafta sína við líkamlega vinnu, eftir setu á skólabekk marga mánuði.
Svo hófst þá þegnskylduvinnan, grafarastarfið. Hver aldurshópur vann sína þrjá daga með nokkru millibili frá kl. 9 að morgni til kl. 3 e.h. Var þá haldið heim til að lesa lexíur næsta dags. Þegar leið fram í aprílmánuð, höfðu allir nemendurnir innt af hendi þegnskylduvinnu sína. Við unnum einungis á blíðviðrisdögum. Minningin um þessa ánægjulegu vinnudaga mun endast mér lengi. Aldrei hef ég séð unglinga vinna af meira kappi og áhuga en þessa daga. Þar fylgdi hugur máli. Iðulega minnast nemendur mínir frá þessum árum þessara unaðslegu daga, þegar við hófum að grafa fyrir framtíðarheimili Gagnfræðaskólans hér.
Enn er langt í land, þar til byggingin er fullgerð. Enn er aðeins neðsta hæðin notuð til starfans og þó ekki nærri fullgerð, en allt er þetta í framkvæmd og mótun. Byggingin er að mestu leyti fullgerð utan. Lóð og lendur skólans þarfnast mikillar lagfæringar. Umhverfið allt þarf umbóta við. Þar þarf að jafna, slétta og girða. Við þau störf gefst okkur vonandi kostur á að endurnýja líkamskrafta okkar og hugarorku, á sólbjörtum vordögum, þegar námsþreytan herðir að. Það er ánægjuleg tilhugsun.

Þ. Þ.V.

Skýrsla Gagnfræðaskólans árið 1951-52

(í fyrra misprentaðist ártal skýrslunnar, skyldi vera 1950—1951)

Skólinn var settur að Breiðabliki 1. október. Nám hófu í skólanum 51 nem., 27 piltar og 24 stúlkur. Skólinn starfaði í þrem deildum. Nemendur miðskóladeildar fengu eins og áður aukakennslu í stærðfræði, sögu, ensku, dönsku og landafræði. Þeir slepptu verklegu námi, en voru að mestu leyti samferða öðrum nemendum þriðja bekkjar í bóklegu námi. Er það mikill ókostur að geta ei haft þá nemendur alveg sér, sem hyggja á landspróf miðskóladeildar. Verður nú getið nemenda í hverri deild. Heimili nemenda er hér í Eyjum, sé annars ekki getið.

3. bekkur.
(Sjá Blik 1950)
  • 1. Bjarni Björnsson.
  • 2. Elín Guðfinnsdóttir.
  • 3. Edda Sveinsdóttir.
  • 4. Guðjón Ólafsson.
  • 5. Halldóra Ármannsdóttir.
  • 6. Hildur Jónsdóttir.
  • 7. Kristín Jónsdóttir.
  • 8. Ólafur Valdimarsson.
  • 9. Sigríður Ólafsdóttir.
  • 10. Björn Johnsen, F. 23. sept. 1936 í Reykjavík. For.: Baldur Johnsen, héraðslæknir og k. h. Jóhanna Johnsen. Settist í 3. bekk eftir áramót.
2. bekkur.
(Sjá Blik 1951).
  • 1.Aðalsteinn Brynjólfsson.
  • 2. Ágústa Guðmundsdóttir.
  • 3. Ársæll Ársælsson, f. 8. apríl 1936 í Vm. For.: ÁrsællSveinsson,

útgerðarm. og k. h. Laufey Sigurðardóttir. Heimili: Vestmannabr. 68. Vm.

  • 4. Ástþór Runólfsson.
  • 5. Birna Jóhannesdóttir, f. 10. okt. 1937 í Vm. For.: Jóhannes G. Brynjólfsson. forstjóri og k. h. Þórunn A. Björnsdóttir. Heim.: Kirkjulundur, Vm.
  • 6. Ellý Þórðardóttir.
  • 7. Erna Jóhannesdóttir, f. 10. okt. 1937 í Vm. For.: Jóhannes G. Gíslason, verzlunarm. og k. h. Guðrún Einarsdóttir. Heim.: Hásteinsv. 22, Vm.
  • 8. Eymundur G. Sigurjónsson, f. 19. sept. 1937 í Vm. For.: Sigurjón Eiríksson, verkam.
    og k. h. Guðrún Pálsdóttir.   Heimili: Boðaslóð, Vm. 
  • 9. Eyvindur Hreggviðsson, f. 20. ágúst 1936 í Rvík. For.: Hreggviður Jónsson, bifvélavirki og k. h. þórunn Jensdóttir. Heimili: Sólhlíð 8, Vm
  • 10. Eyjólfur Martinsson, f. 23. maí 1937 í Vm. For.: Martin Tómasson, útgerðarm., og k. h. Bertha Gísladóttir. Heim.: Laugarbraut 1, Vm.
  • 11. Guðlaug Sigurðardöttir. f. 25. des. 1937 í Vm. For.: Sigurður Sigurðsson. skipasmiður, og k. h. Ingunn Úlfarsdóttir. Heim.: Hásteinsvegur 31, Vm.
  • 12. Guðmundur Karlsson.
  • 13. Guðmundur Þórarinsson.
  • 14. Guðbjörg Pálsdóttir, f. 20.júní 1937 í Vm. For.: Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, og k. h. Bjarnheiður Guðmundsdóttir. Heimili: Heiðarvegur 44 Vm.
  • 15. Gylfi Guðnason.
  • 16. Halldór Ólafsson.
  • 17. Helena Guðmundsdóttir.
  • 18. Hreinn Aðalsteinsson.
  • 19. Hulda Samúelsdóttir ,f. 30. nóv. 1937 í Vm. For.: Samúel Ingvarsson, sjóm., og k. h. Ásta G. Jónsdóttir. Heimili: Heiðarvegur 41, Vm.
  • 20. Jóhann Sigfússon.
  • 21. Karl G. Jónsson, f. 10. Febr. 1937 í Vm. For.: Jón Jónas¬son verkam., og k. h. Anna Einarsdóttir. Heim.: Hásteinsvegur 33, Vm.
  • 22. Óskar Sigurðsson.
  • 23. Páll Einarsson, f. 22. jan. 1937. For.: Einar Guttormsson, læknir, og k. h. Margrér Pétursdóttir. Heim.: Kirkjuvegur 27, Vm.
  • 24. Sigurður Oddsson.
  • 25. Sigurhanna A. Einarsdóttir, I. 10. febrúar 1937 í Vm. For.: Einar

Jóhannesson, skipstj., og k. h. Sigríður Ágústsdóttir.

  • 26. Sævald Pálsson.
  • 27. Valgerður Óskarsdóttir, (hætti námi fyrir áramót).
  • 28. Viktoría Ág. Ágústsdóttir, f. 9. okt. 1937 í Vm. For.: Ágúst Þórðarson, yfirfiskimatsmaður, og k. h. Viktoría Guðmundsdóttir. — Heim.: Aðalból, V:m.
  • 29. Hildur Ágústsdóttir.
  • 30. Hrönn Óskarsdóttir.
1. bekkur.
  • 1. Ágúst Hreggviðsson, f. 13. júlí 1937 á Sauðárkróki. For.: Hreggv iður Ágústsson og k. h. Jakobína Björnsdöttir. Heimili: Brimhólabraut 8, Vm.
  • 2. Ásrún Björg Arnþórsdóttir, f. 26. marz 1938 að Bjargi í Norðfirði. For.: Arnþór Arnason, kennari, og k. h. Helga L. Jónsdóttir. Heim.: Hásteinsvegur 34.
  • 3. Guðrún Eiríksdóttir, f. 11. mai 1938 í Vm. For.: Eiríkur Jónsson og k. h. Ingunn S. Júlíusdóttir. Heimili; Hásteinsvegur 41, Vm.
  • 4. Jóhann Ævar Jakobsson, f. 22. ág. 1937. For.: Jakob Guðmundsson og k. h. María Jóhannsdóttir, Heim.: Vesturvegur 8, Vm.
  • 5. Guðbjartur Kristinn Kristinsson, f. 12. apríl 1937 í Vm. For.: Kristinn Aðalsteinsson og k. h. Guðbjörg Einarsdóttir. Heimili; Norðurgarður, Vm.
  • 6. Helgi Þórarinn Guðnason, f. 4. nóv. 1937 í Vm. For.: Guðni Finnbogason og k. h. Ágústa Sigurjónsdóttir. — Heim.: .Norðurgarður, Vm.
  • 7. Hrafn G. Johnsen. f. 6. jan.
   1938 í Reykjavík. For.: Gísli Fr.      Johnsen og k. h. Friðbjörg

Tryggvadóttir. — Heimili: Faxastígur 4, Vm.

  • 8. Jón Arnar Wíum, f. 3. marz 1938 að Asknesi við Mjóafjörð. For.: Hans G. Wíum og k. h. Anna Jónsdóttir. Heim.: Reykir í Mjóafirði.
  • 9. Ólafía Guðbjörg Ásmundsdóttir, F. 2.. okt. 1938 í Vm. For.: Ásmundur Steinsson og k. h. Theodóra Snorradóttir. Heimili: Skólavegur 3. Vm.