Blik 1936, 1. tbl./Athyglisverð játning, tölur sem tala

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þ. Víglundsson

ATHYGLISVERÐ JÁTNING
Tölur sem tala

MAÐUR nokkur segir svo frá: „Ég er nú 45 ára gamall. 15 ára að aldri byrjaði ég að neyta tóbaks af rælni. Félagar mínir gerðu það, og ég lét til leiðast. Allt var það gert í pukri fyrsta árið. Eftir því sem ég kemst næst, mun ég hafa eytt til jafnaðar 60 aurum á dag til 20 ára aldurs. Ég hefi því eytt kr. 1095,60 til þess tíma, eða 60 aurum á dag í 1826 daga (5 ár).
Frá tvítugsaldri til þrítugs mun ég hafa eytt við 95 aurum á dag að meðaltali, eða kr. 3469,40 — þ.e.a. segja kr. 0,95 á dag í 3652 daga.