Blik 1936, 1. tbl./Fjöruferð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 15:01 eftir Saerun (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2009 kl. 15:01 eftir Saerun (spjall | framlög) (Ný síða: FJÖRUFERÐ ÞAÐ var árla morguns fyrir páska í fyrra, að ég vaknaði og leit út um gluggann, og sá, að fyrstu geislar sólarinnar voru að teygja sig upp fyrir Skarðshlíða...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

FJÖRUFERÐ

ÞAÐ var árla morguns fyrir páska í fyrra, að ég vaknaði og leit út um gluggann, og sá, að fyrstu geislar sólarinnar voru að teygja sig upp fyrir Skarðshlíðarfjall. Himininn var heiður og blár, og roði í austri. Mér varð litið á sjóinn, sem var úfinn eftir undanfarandi austanátt, og þegar sjór deyr snögglega um þenna tíma árs, og veður gengur til norðanáttar, er oft mikill fiskreki. Um leið og ég nuddaði stýrurnar úr augunum, ásetti ég mér að skreppa á fjöru.

Ég klæddi mig í snatri, því ekki veitti mér af að flýta mér, því fuglinn er árla á ferli, og hirðir þá allt ætilegt, sem í fjörunni liggur. Því næst sótti ég mér hest og lagði á hann hnakk og spennti á hann allt, hvað ég gat hugsað mér, að ég þyrfti að nota til ferðarinnar. Ég klæddi mig vel, því oft er stormur við sjóinn, þó logn sé upp við fjallið.