Kristján Linnet (bæjarfógeti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:21 eftir Skapti (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2005 kl. 16:21 eftir Skapti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Linnet, bæjarfógeti 1924 til 1940. Fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar Hans Dithlev bókhaldari í Hafnarfirði Linnet, sem var sonur Hans Adolph kaupmanns þar Linnet og Gróu Jónsdóttur í Vallarhúsi í Grindavík Guðmundssonar. Stúdent í Reykjavík 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910. Settur sýslumaður í Dalasýslu 1915, í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1917 til 1918 og skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir bónda á Miðnesi í Reykhólasveit Ólafssonar og áttu þau sex börn. Kristján Linnet lét byggja húsið Tindastól (Sólhlíð 17) sem bústað bæjarfógeta og voru þar einnig lengi skrifstofur embættisins.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.