Ólafur Egilsson
Ólafur Egilsson, 1594 til 1627 og aftur 1636 til 1639. Foreldrar: Egill Einarsson á Snorrastöðum og kona has Karín Sigmundsdóttur biskups Eyjólfssonar. Fékk Ofanleiti 1594. Var hertekinn af Tyrkjum 1627 og fluttur til Alsír ásamt konu sinni og tveimur sonum þeirra. Séra Ólafur komst aftur til Vestmannaeyja árið eftir 1628 eftir mikla hrakninga, en koma hans ekki fyrr en árið 1637. Sonum þeirra var ekki afturkvæmt til landsins. Skrifaði hann ferðasögu sína bæði frá Vestmannaeyjum og aftur til landsins og var hún gefin út bæði í Danmörku og hér heima. Séra Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Árnadóttir og áttu þau eina dóttur. Síðari kona hans var Ásta Þorsteinsdóttir, prestss að Mosfelli, Einarssonar. Var hún hertekin ásamt manni sínum, eins og fyrr segir, og flutt til Alsír. Áttu þau eina dóttur og tvo syni sem einnig voru herteknir. Séra Ólafur tók við Ofanleitisprestakalli aftur 1634 og hélt því til 1639.
Heimildir
- Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930