Guðmundur Högnason (prestur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júní 2005 kl. 13:22 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júní 2005 kl. 13:22 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Högnason, 1742 til 1792. Foreldrar séra Högni Bjarnason að Ásum og kona hans Ragnheiður. Varð stúdent frá Skálholtsskóla. Fékk prestavígslu 1737 og gerðist aðstoðarprestur séra Þorsteins Oddssonar í Holti undir Eyjafjöllum. Fékk amtmannsveitingu fyrir Kirkjubæ 1742 og gengdi því embætti til 1792. Andaðist þremur árum síðar eða í ársbyrjun 1795. Séra Guðmundur var talinn vel að sér og skarpvitur og merkur prestur, en mjög fátækur jafnan enda enginn búsýslumaður. Kona hans var Guðrún Hallsdóttir og áttu þau 5 börn.

Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930