Karl Einarsson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:07 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júní 2005 kl. 11:07 eftir Jonas (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Einarsson, sýslumaður. Alþingismaður Vestmannaeyja 1914 til 1923. Fæddur í Miðhúsum í Eiðarþingihá 18. janúar 1872. Dáinn í Reykjavík 20. September 1970. Foreldrar Einar (fæddur 25, janúar 1832, dáinn 19. nóvember 1910) bóndi í Miðhúsum, síðar veitingamaður á Seyðisfirði Hinrikssonar bónda og hreppstjóra að Hafursá Hinrikssonar og konu hans Pálínu (fædd 6. apríl 1851, dáin 25. febrúar 1915) Vigfúsdóttir bónda að Háreksstöðum á Jökuldal Péturssonar. K. (13. ágúst 1904) Elín (fædd 26. september 1879, dáin 31. janúar 1942) Jónasdóttir póstafgreiðslumanns á Seyðisfirði Stephensen og konu hans Margrétar Stefánsdóttur stúdent í Reykjavík 1895. Lögfræðipróf frá Hafnarháskóla 1903. Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. ágúst 1904 að telja ogsýslumaður í Skaftfellssýslu frá 1. október og gengdi því embætti til 15. júní 1905. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1906, jafnframt málaflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík. Sýslumaður í Vestmannaeyjum 1910 til 1924. Fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Skipaður 1909 í nefnd til þess að rannsaka hag Landsbankans. Settur gæslustjóri Landsbankans 22. nóvember 1909 til bráðabirgða, en beiddist lausnar níu dögum síðar. Varð að nýju aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1924 til 1. febrúar 1952 og starfaði þá aðallega við endurskoðun.


Heimildir

  • Eyjar gegnum aldirnar Guðlaugur Gíslason. ISBN 00003556930