Björn Ívar Karlsson (læknir)
Björn Ívar Karlsson, sjúkrahúslæknir. Fæddur í Vestmannaeyjum 24. apríl 1943. Foreldra Karl O. Björnsson, bakarameistari þar og kona hans Guðrún S. Sigfúsdóttir Scheving. Stúdent frá Menntaskólanum að Laugavanti 1963 og cand. med frá Háskóla Íslands vorið 1970. Alm. lækningaleyfi 20. des. 1972. Heilsugæslulæknir og aðst. læknir við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum mars 1970 til júní 1971. Aðstl. (intern) Hurkley Medical Center í Flint/Mich í Bandaríkjunum júlí 1971 til júní 1972. Sérnám í alm. skurðlækningum s. st. júlí 1972 til september 1975. Stgm. yfirl. FSI október til desember 1975. Yfirlæknir við handl. deild sjúkrashússins í Vestmannaeyjum síðan 1975. K. 1. Sigríður Sigurjónsdóttur bifreiðarstjóra í Vestmannaeyjum og konu hans Önnu Þorkelsdóttir og áttu þau eitt barn. K. 2. Helga Jónsdóttir skipstjóra í Vestmannaeyjum Guðmundssonar og konu hans Rósu Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn.