Snið:Grein vikunnar
Stórhöfði Stórhöfði er 122 metra hár og er syðsti hlutinn á Heimaey. Höfðinn myndaðist í gosi í sjó fyrir um 6 þúsund árum, og er samtengdur Heimaey um mjóa flá sem heitir Aur, en hann gengur til norðurs frá Stórhöfða og myndar þar Brimurð að austan og Vík og Klauf að vestan.
Á Stórhöfða er veðurstöð sem fræg er fyrir afleit veðurskilyrði, enda er stöðin sú vindasamasta á Íslandi og almennt talin ein sú vindasamasta í Evrópu. Veðurstöðin er í 120 m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Þar hefur vindur mælst allt að 130 hnútar, eða um 67 metrar á sekúndu, og ölduhæð hefur mælst allt að 30 metrar. Meðalvindhraði yfir allt árið er 11 m/s.