Magnús Bergsson (bakarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. ágúst 2007 kl. 10:25 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. ágúst 2007 kl. 10:25 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Bergsson fæddis 2. október 1898 og lést 9. desember 1961. Hann kvæntist Halldóru Valdimarsdóttur frá Bolungarvík þann 9. september 1924. Hún var fædd 7. september 1903 og lést 12. júní 1942.

Þau bjuggu í Tungu við Heimagötu. Þar starfrækti hann bakarí.

Magnús var kosinn stjórnarformaður Ísfélagið Vestmannaeyja árið 1956 og við hans stjórn stórbatnaði hagur fyrirtækisins. Eigendur tíu báta komu á sama tíma með mikið hlutafé sem var varið í nýbyggingar og endurnýjun á tækjabúnaði. Magnús var stjórnarformaður til 1959.

Magnús var einn af stofnendum Golfklúbbs Vestmannaeyja. Hann var varaforseti í fyrstu stjórn Rotaryklúbbs Vestmannaeyja og annað starfsár klúbbsins var hann forseti. Hann var einn af níu stofnendum Taflfélags Vestmannaeyja árið 1926.