Blik 1969/Lausavísur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2007 kl. 09:43 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2007 kl. 09:43 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hlustað á stiórnmálaumræður

Ennþá get ég áheyrn veitt
endalausri dellu.
Oft mig hefur aðeins þreytt
andríkið frá Hellu.
H. St.

Á þorrablóti Austfirðinga
Br. E. til H. St.:

Hér er vísa um stýrimann, sem stóð
í stöðu sinni eftir beztu getu.

H. St.:

Hafsteinn í sig hangikjötið tróð,
heillaður af Báru, Villu og Betu.

(Þær gengu til beina á þorrablótum).

Meðan sjómannaverkfallið stóð yfir á s.l. vetri, sendi einn af hagyrðingum bæjarins Bliki þessa vísu:

Dimmt er í álinn, dökk eru skýin,
dauft er fólkið á götunum hér.
Peningalánin leið eru' og lýgin, -
ljótt er það maður, og bví er nú verr.
M. Þ. J.

Rithöfundur gisti Eyjar og þóttist var við vofur í svefnherberginu. Um þær skrifaði hann í bók með efni úr Eyjum.

Síðar gisti E. S. í sama herberginu. Þegar hann hvarf úr Eyjum, kvað hann:

Hér hafa ýmsir áður gist
og arkað seint á fætur.
Jökull átti hér vota vist
og vofur sá um nætur.

Þeir Br. og Hafst. voru spurðir um viðhorfið til stuttu pilsanna.
Br. E.:

Þótt ég fyrir ærinn aldur
ætti að vera gegnum kaldur,
af ástarþrá ég ennþá smittast
alltaf þegar pilsin styttast.

H. St.:

Þó að hylji fætur föt,
freistingin mig kvelur,
barna er betra kálfakjöt
en Kaupfé1agið selur.