Snið:Grein vikunnar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júlí 2007 kl. 10:29 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júlí 2007 kl. 10:29 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Taflfélag Vestmannaeyja
Taflfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1926 og var stofnfundur félagsins haldinn sunnudaginn 29. ágúst 1926 og voru stofnendur þess níu einstaklingar.

Á fyrsta mótinu, þar sem átta félagsmenn tefldu, urðu Ólafur Magnússon frá Sólvangi og Halldór Guðjónsson frá Sólbergi efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum.

Á fundi hinn 13. október 1926 voru samþykkt lög fyrir félagið og er hér til gamans úrdráttur úr þeim: 1. gr. Nafn félagsins er Taflfélag Vestmannaeyja 2. gr. Tilgangur félagsins er að auka og efla útbreiðslu tafllistarinnar í Vestmannaeyjum 13. gr. Ef veðjað er um skákir í félaginu, skal helmingur af veðfénu renna í verðlaunasjóð 15. gr. Um hver áramót skal félagið halda Skákþing Vestmannaeyja. Er taflfélagsmönnum og öllum öðrum búsettum mönnum í Vestmannaeyjum heimil þátttaka. Skulu verðlaun veitt og hlýtur sigurvegarinn nafnbótina Skákkonungur Vestmannaeyja.

Lesa meira...