Hjálmholt

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 10:32 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2007 kl. 10:32 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hjálmholt
Íbúar í Hjálmholti
Hjónin í Hjálmholti, Hulda og Óli

Húsið Hjálmholt stóð við Urðarveg 34. Það var reist af Ingibergi Hannessyni á árunum 1910-12. Ingibergur var ævinlega nefndur Bergur í Hjálmholti og þótti hafa mjög róttækar stjórnmálaskoðanir. Hjálmholt var tvíbýlishús og þegar gaus bjuggu í eystri hlutanum Ólafur, sonur Ingibergs, ásamt konu sinni Eyrúnu Huldu Marinósdóttur og syni þeirra Viðari. Í vestari hlutanum bjuggu Ólöf Sigvaldadóttir og Sigurlaug Þorsteinsdóttir.


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.