Lukka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2007 kl. 14:07 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2007 kl. 14:07 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Lukka stendur utan byggðar, við Strembu en er skráð nr. 1 við Dalaveg. Fjölskylda Guðrúnar Runólfsdóttur frá Sveinsstöðum byggði húsið og hófst byggingin 1932 en lauk 1934. Guðrún átti Strembutúnið þar sem byggt var. Synir Guðrúnar, Sveinn Magnús Sveinsson, forstjóri Timburverslunarinnar Völundar í Reykjavík og Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður á Fögrubrekku, munu hafa verið hvatamenn að byggingunni. Húsið var ætlað systur þeirra Sigurveigu og börnum hennar en þau voru að flytja til Eyja frá Skálum á Langanesi. Sagt er að þegar Sigurveig, sem ævinlega var kölluð Veiga, flutti í nýja húsið, hafði hún hrópað í gleði sinni: „Ég er svo hamingjusöm með þetta hús að ég skíri það bara Lukku.“ Sigurveig bjó í Lukku til ársins 1949 er hún flutti til Reykjavíkur. Þá eignaðist húsið Stefán Vilhjálmsson en seldi það síðan árið 1951 Ingólfi Guðjónssyni frá Skaftafelli í Eyjum. Árið 1976 eignaðist svo Brynjólfur Sigurbjörnsson húsið. Árið 2005 voru eigendur Lukku Kristín Valtýsdóttir og Gunnar Árnason og hafa m.a. rekið þar hestaleigu.

Húsið Lukka öðlaðist talsverða frægð árið 2005 þegar byrjað var að sýna danska framhaldsmyndaþáttinn Örninn í sjónvarpi. Aðalpersónan í þeim þætti, lögreglumaðurinn Hallgrímur Örn Hallgrímsson, er íslenskur, fæddur í Vestmannaeyjum og æskuheimili hans í Lukku. Mörg myndskeið í þáttunum sýna einmitt húsið.