Ingibergur Gíslason (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2007 kl. 14:55 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2007 kl. 14:55 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibergur Gíslason, Sandfelli, fæddist á Eyrarbakka 16. janúar 1897 og lést 15. janúar 1987. Til Vestmannaeyja fór Ingibergur árið 1919 og gerðist háseti á Kristbjörgu hjá Þórarni Guðmundssyni. Eftir það er hann vélamaður á ýmsum bátum allt til 1927 að hann byrjar formennsku með Frans. Eftir það var Ingibergur meðal annars með Ásdísi, Helgu og Auði.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Ingiberg:

Sandfells Ingi Auði ver
ill þótt kveini dýna,
í dragnótina dregur sér
drætti stundum fína.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Ingiberg, bróður Inga,
ofið skal sanna lofið.
Valinn er heiðurs halur,
hrísla af rótum Gísla.
Verjinn um skurðinn skerja,
Skallagrím ennþá lallar.
Hugaður bylgjur bugar.
bjóðurinn miða fróður



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.