Einar Guðmundsson (málari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. janúar 2026 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. janúar 2026 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Einar Guðmundsson (málari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Einar Guðmundsson bílamálari fæddist 12. september 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans Guðmundur Einarsson garðyrkjumaður, f. 19. febrúar 1929, d. 17. desember 2004, og kona hans Sigfríð Valdimarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, saumakona, f. 27. september 1933, d. 19. mars 2020.

Börn Sigfríðar og Guðmundar:
1. Ragnhilduur Guðmundsdóttir, f. 30. júlí 1953.
2. Hulda Guðmundsdóttir, f. 7. nóvember 1954, d. 16. mars 1999.
3. Einar Guðmundsson, f. 12. september 1956.
4. Valdimar Ingi Guðmundsson, f. 18. apríl 1960.
5. Hrefna Guðmundsdóttir, f. 9. febrúar 1965.
6. Ásta María Guðmundsdóttir, f. 17. september 1969. Barn Sigfríðar:
7. Ásdís Birna Stefánsdóttir, f. 30. september 1951.
Barn Guðmundar:
8. Auðbjörg Lilja Lindberg, f. 13. ágúst 1951.

Einar lærði bílamálun hjá Héðni Olgeiri Jónssyni í Rvk , lauk prófi frá iðnskóla og sveinsprófi 9. júní 1979 í Rvk.

Þau Þóra Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Inga giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa í Hveragerði.

I. Fyrrum kona Einars er Þóra Kristín Jónsdóttir úr Rvk, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. júlí 1957. Foreldrar hennar Jón Kristjánsson, f. 26. febrúar 1929, d. 18. júní 1999, og Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020.
Börn þeirra:
1. Jón Ingi Einarsson, f. 8. mars 1979.
2. Egill Einarsson, f. 8. október 1983.
3. Katrín Einarsdóttir, f. 12. febrúar 1988.

II. Kona Einars er Inga Pála Línberg Runólfsdóttir úr Skagafirði, f. 5. ágúst 1954. Foreldrar hennar Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014, og Runólfur Marteins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.