Guðbjörg Hermannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. desember 2025 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. desember 2025 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörg Hermannsdóttir''' húsfreyja, hárgreiðslukona, læknaritari í Svíþjóð fæddist 4. febrúar 1967.<br> Foreldrar hennar eru Hermann Pálsson, sjómaður og vörubílstjóri, f. í Vestmannaeyjum 1926, látinn 1999, en hann bjó ásamt móður sinni að Staðarhóli við Kirkjuveg, og Margrét Ólafsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. í Vestmannaeyjum 1930, en hún bjó um tíma að Baldur|Baldri a...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Hermannsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, læknaritari í Svíþjóð fæddist 4. febrúar 1967.
Foreldrar hennar eru Hermann Pálsson, sjómaður og vörubílstjóri, f. í Vestmannaeyjum 1926, látinn 1999, en hann bjó ásamt móður sinni að Staðarhóli við Kirkjuveg, og Margrét Ólafsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. í Vestmannaeyjum 1930, en hún bjó um tíma að Baldri að Brekastíg 22.

Börn Margrétar og Hermanns:
1. Ólafur Hermannsson tæknifræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, f. 1. október 1961. Kona hans María Ammendrup.
2. Ingveldur Hermannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 26. janúar 1964. Maður hennar Sigurður Jónsson.
3. Guðbjörg Hermannsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, læknaritari, býr í Svíþjóð, f. 4. febrúar 1967. Maður hennar Bela Hoffmann, látinn.

Þau Bela giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Gautaborg.

I. Maður Guðbjargar var Bela Hoffmann verkfræðingur, látinn.
Börn þeirra:
1. Emilía Margrét Klara von Hoffmann, f. 28. maí 2000.
2. Elísa Viktoría von Hoffmann, f. 14. október 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.