Kristinn Óskarsson (Stokkseyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. september 2025 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2025 kl. 13:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristinn Óskarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Óskarsson sjómaður, vélstjóri, verkstjóri í Selvogi fæddist 24. október 1970.
Foreldrar hans Guðfinna Georgsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1950, og maður hennar Óskar Kristinsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. ágúst 1944.

Þau Kolbrún Hulda giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau skildu.
Þau Kristrún giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu á Stokkseyri. Hún lést 2024.

I. Fyrrum kona Kristins var Kolbrún Hulda Tryggvadóttir úr Rvk, húsfreyja, f. 25. febrúar 1975. Foreldrar hennar Hulda Rúnarsdóttir, f. 22. septeber 1956, og Tryggvi Friðrik Garðarsson, f. 20. febrúar 1956.
Börn þeirra:
1. Hulda Kristín Kristinsdóttir, f. 25. janúar 1997.
2. Óskar Atli Kristinsson, f. 21. nóvember 2003.
3. Tryggvi Rúnar Kristinsson, f. 22. júní 2005.
4. Finnur Andri Kristinsson, f. 3. janúar 2011.
5. Hrafnhildur Kristinsdóttir, f. 2. maí 2013.

II. Kona Kristins var Kristrún Agnarsdóttir frá Selfossi, húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 24. febrúar 1973, d. 21. ágúst 2024. Foreldrar hennar Agnar Hólm Kolbeinsson, f. 9. janúar 1949, og Lóa Hallsdóttir, f. 26. febrúar 1953, d. 17. febrúar 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.