Kethellir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2007 kl. 09:27 eftir Johanna (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2007 kl. 09:27 eftir Johanna (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kethellir er hellir í Bessahrauni ekki langt frá Hundraðmannahelli og er hellisgjögur. Hann er hátt í tvo metra á hæð. Inni í honum eru bríkur, sillur og hillur. Þjófar höfðu þar aðsetur fyrr á tímum þegar hellirinn var ekki alkunnur og ber nafn af því. Nú hefur verið tyrft yfir hann en hann er undir einkalóð.


Heimildir

  • Þorkell Jóhannesson. Örnefni í Vestmannaeyjum. Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag, 1938.