Steinunn Bárðardóttir
Steinunn Bárðardóttir húsfreyja, dagmóðir, lærð hárgreiðslukona fæddist 12. september 1949.
Foreldrar hennar Bárður Auðunsson skipasmíðameistari, f. 2. nóvember 1925, d. 10. desember 1999, og kona hans Ebba Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 19. maí 1927, d. 14. október 1987.
Börn Ebbu og Bárðar:
1. Steinunn Bárðardóttir, húsfreyja og dagmóðir, lærð hárgreiðslukona, f. 12. september 1949. Maki: Ísak Möller rekstrarstjóri.
2. Herjólfur skipasmíðameistari, f. 29. mars 1953. Kona hans er Ragnhildur Mikaelsdóttir húsfreyja frá Húsavík
3. Auður Bárðardóttir geðhjúkrunarfræðingur, f. 6. ágúst 1956. Maki: Þröstur Björgvinsson sálfræðingur.
4. Elínborg Bárðardóttir læknir, f. 26. maí 1960. Maki: Ólafur Þór Gunnarsson læknir.
5. Ásta Bárðardóttir kennari, f. 29. október 1961. Maki: Páll Kolka Ísberg sérfræðingur, skilin.
Hún eignaðist barn með Eyjólfi 1974.
Þau Ísak giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk. Ísak lést 2021.
I. Barnsfaðir Steinunnar er Eyjólfur Pétursson skipstjóri, f. 4. nóvember 1946.
Barn þeirra:
1. Bárður Eyjólfsson bifreiðasmiður, f. 17. júní 1974.
II. Maður Steinunnar var Ísak Möller vinnuvélastjóri, síðan rekstrarstjóri hjá Rvkborg, f. 14. maí 1948, d. 31. mars 2021. Foreldrar hans Sverre Möller, f. 29. júlí 1908, d. 21. nóvember 1953, og Rannveig Oddsdóttir Möller, f. 23. júni 1917, d. 22. desember 2001.
Börn þeirra:
1. Ragnar Örn Möller, f. 19. ágúst 1978.
2. Ebba Sif Möller, f. 23. maí 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Steinunn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.