Stefán Sigurjónsson (skósmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. desember 2024 kl. 15:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. desember 2024 kl. 15:50 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Sigurjónsson.

Stefán Sigurjónsson, skósmiður í Eyjum 1976-2018, klarinetleikari, kennari við Tónlistarskólann í Eyjum og síðar skólastjóri, og stjórnandi Lúðrasveitarinnar, fæddist 29. janúar 1954 í Geirakoti við Ölufusá og lést 1. október 2022 á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum.
Foreldrar hans Sigurjón Jónsson, bóndi í Smjörölum í Flóa, f. 16. apríl 1929, d. 17. júlí 1991, og Sigrún Kristjánsdóttir, húsfreyja, matráðskona , saumakona, f. 24. janúar 1929, d. 28. maí 2023.
Stjúpfaðir Stefáns er Gunnar Kristmundsson, f. 5. nóvember 1933.

Þau Svanbjörg giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Búhamar 9. Þau skildu.
Þau Jóhanna giftu sig 2010, eignuðust ekki börn saman, en hún átti tvö börn áður.

I. Fyrrum kona Stefáns, (24. maí 1975), er Svanbjörg Gísladóttir, húsfreyja, f. 7. júní 1953. Foreldrar hennar Gísli Guðmundsson, f. 11. september 1926, d. 4. júlí 2008, og Hulda Dagbjört Ólafsdóttir, f. 15. júní 1931, d. 24. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Dagbjört Stefánsdóttir, f. 9. apríl 1977.
2. Sigrún Stefánsdóttir, f. 9. september 1980.
3. Gísli Stefánsson, f. 31. janúar 1984.
4. Kristín Stefánsdóttir , f. 4. júní 1986.

II. Kona Stefáns er Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 31. mars 1956.
Börn Jóhönnu:
5. Alda Jónsdóttir, f. 12. desember 1977.
6. Marta Jónsdóttir, f. 17. maí 1979.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.