Hjalti Jónsson (sálfræðingur)
Hjalti Jónsson, BA-próf í sálarfræði frá Háskóla Íslands, MA-próf í Danmörku, og doktorspróf þar. Hann rekur sálfræðistofu, býr í Árósum, f. 8. mars 1979.
Foreldrar hans Jón Sighvatsson, rafeindavirkjameistari, f. 25. maí 1946, og kona hans Sigurborg Erna Jónasdóttir, kennari, f. 18. nóvember 1943.
Barn Sigurborgar Ernu og Ólafs:
1. Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, B.A.-próf í íslensku og ferðamálafræði. Hún vinnur við ferðamálaþjónutu í Reykjavík, f. 25. janúar 1967. Fyrrum maður hennar er Jökull Jörgensen.
Börn Sigurborgar Ernu og Jóns:
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, B.Ed.-kennari, námsráðgjafi við Framhaldsskólann, f. 2. október 1969. Maður hennar er Elías Árni Jónsson.
3. Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður, heimildarmyndagerðarmaður, B.Sc.-próf í tölvunarfræði, f. 1. október 1975. Kona hans er Dóra Hanna Sigmarsdóttir.
4. Hjalti Jónsson B.A.-sálfræðingur frá Háskóla Íslands, M.A.-próf í Danmörku og doktorspróf þar, f. 8. mars 1979. Kona hans er Linda Björk Ólafsdóttir.
Þau Linda Björk giftu sig, hafa eignast þrjú börn. Þau búa í Árósum.
I. Kona Hjalta er Linda Björk Ólafsdóttir, húsfreyja, næringarráðgjafi, f. 18. september 1973.
Börn þeirra:
1. Jón Jökull Hjaltason, f. 9. apríl 2001.
2. Ólafur Dan Hjaltason, f. 23. júlí 2005.
3. Kristján Þór Hjaltason, f. 5. ágúst 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingibjörg.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.