Prestafjara
Prestafjara er svo nefnd vegna þess að hún stendur næst Kirkjubæ sem fór undir hraunið. Þó stendur hún ansi langt þaðan, enda stækkaði nýja hraunið eyjuna um 2,3 km². Klettar sem heita Prestar standa við Prestafjöru, en nyrst í fjörunni stendur Urðavitinn.