Ólafur Þ. Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2024 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2024 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólafur Þ. Jónsson''', sjómaður, verkamaður, vitavörður á Horni á Hornströndum, f. 14. júní 1934, d. 23. nóvember 2023.<br> Móðir hans Anna Sigurrós Levoríusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. ágúst 1915 á Skálum á Langanesi, d. 2. janúar 1967. Kjörforeldrar hans Jón Sigurður Bogason, f. 30. maí 1892, d. 21. febrúar 1945, og kona hans Friðmey Ó. Pétursdóttir, f. 4. maí 1902, d. 5. janúar 1962.<br> Þau Kristín giftu sig 1954, eignuðu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Þ. Jónsson, sjómaður, verkamaður, vitavörður á Horni á Hornströndum, f. 14. júní 1934, d. 23. nóvember 2023.
Móðir hans Anna Sigurrós Levoríusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. ágúst 1915 á Skálum á Langanesi, d. 2. janúar 1967. Kjörforeldrar hans Jón Sigurður Bogason, f. 30. maí 1892, d. 21. febrúar 1945, og kona hans Friðmey Ó. Pétursdóttir, f. 4. maí 1902, d. 5. janúar 1962.

Þau Kristín giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Árbæ við Brekastíg 7a. Þau skildu.

I. Kona Ólafs, (25. desember 1954, skildu), var Kristín Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 25. mars 1930, d. 24. október 1994.
Börn þeirra:
1. Kjartan Ólafsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. október 1954 í Eyjum. Kona hans er Hrefna Harðardóttir.
2. Kristinn Magnús Ólafsson í Reykjavík, f. 5. ágúst 1957 í Keflavík.
3. Ingibjörg María Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1960. Maður hennar er Sveinn Heiðar Zóphoníasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.