Torfi Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. september 2024 kl. 15:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. september 2024 kl. 15:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Torfi Sigurbjörn Haraldson''', vigtarmaður, ættfræðingur fæddist 5. apríl 1950.<br> Foreldrar hans Haraldur Guðnason, bókavörður, f. 30. september 1911, d. 28. janúar 2007, og kona hans Ilse Guðnason, frá Þýskalandi, húsfreyja, starfsmaður við Bókasafnið í Eyjum, f. 24. ágúst 1914, d. 27. febrúar 2004. Börn Ilse og Haraldar:<br> 1. Áki Heinz, f. 4. febrúar 1947. Fyrrum kona...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Torfi Sigurbjörn Haraldson, vigtarmaður, ættfræðingur fæddist 5. apríl 1950.
Foreldrar hans Haraldur Guðnason, bókavörður, f. 30. september 1911, d. 28. janúar 2007, og kona hans Ilse Guðnason, frá Þýskalandi, húsfreyja, starfsmaður við Bókasafnið í Eyjum, f. 24. ágúst 1914, d. 27. febrúar 2004.

Börn Ilse og Haraldar:
1. Áki Heinz, f. 4. febrúar 1947. Fyrrum kona hans Kristín Gísladóttir, f. 10. júlí 1955.
2. Torfi Sigurbjörn Haraldsson, f. 5. apríl 1950. Kona hans Binna Hlöðversdóttir, látin.

Þau Binna giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 6 og þar býr Torfi.
Binna lést 2021.

I. Kona Torfa, (17. júlí 1974), var Binna Hlöðversdóttir, húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 29. október 1946, d. 17. febrúar 2021.
Börn þeirra:
1. Ívar Torfason, skipstjóri á Herjólfi, f. 26. nóvember 1977. Kona hans Sirrý Björt Lúðvíksdóttir.
2. Ester Torfadóttir heilbrigðissagnfræðingur, f. 11. júní 1979. Maður hennar Jónas Logi Ómarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.