Anna Þóra Óskarsdóttir
Anna Þóra Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fæddist 4. september 1970 í Eyjum.
Foreldrar hennar Óskar Már Ólafsson, stýrimaður, f. 20. mars 1943, og kona hans Erla Pálsdóttir, húsfreyja, starfsstúlka, f. 8. maí 1944.
Börn Erlu og Óskars Más:
1. Bjarni Óskarsson, f. 10. júlí 1968 í Eyjum.
2. Anna Þóra Óskarsdóttir, f. 4. september 1970 í Eyjum.
3. Steinþór Óskarsson, f. 15. ágúst 1978 í Eyjum.
Þau Kristófer giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk. Þau skildu.
I. Maður Önnu Þóru er Kristófer Ásmundsson, f. 11. október 1972. Foreldrar hans Ásmundur Karlsson, f. 19. desember 1948, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 16. maí 1948. Hún er dóttir Sigurveigar Konráðsdóttur Ingimundarsonar.
Börn þeirra:
1. Tumi Snær Kristófersson, f. 7. október 1997 í Rvk.
2. Melkorka Fanný Kristófersdóttir, f. 16. apríl 2002 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.