Páll Sigmundsson (Stóru-Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 16:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2024 kl. 16:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Páll Sigmundsson''' frá Stóru-Heiði í Mýrdal, vinnumaður fæddist þar 23. október 1851.<br> Foreldrar hans voru Sigmundur Sigurðsson, bóndi, f. 7. maí 1821, d. 3. apríl 1872, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16. mars 1820 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 19. september 1881 í Pétursey í Mýrdal. Páll var með foreldrum sínum á Stóru-Heiði til 1852, með föður sínum á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1952-1854/5, síðan tökubarn og síðan vinnum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Sigmundsson frá Stóru-Heiði í Mýrdal, vinnumaður fæddist þar 23. október 1851.
Foreldrar hans voru Sigmundur Sigurðsson, bóndi, f. 7. maí 1821, d. 3. apríl 1872, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 16. mars 1820 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 19. september 1881 í Pétursey í Mýrdal.

Páll var með foreldrum sínum á Stóru-Heiði til 1852, með föður sínum á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1952-1854/5, síðan tökubarn og síðan vinnumaður þar til 1867/70, vinnumaður í Nykhól þar 1867/70-1874, á Mið-Hvoli þar 1874-1875/7, í Eyjarhólum þar 1875/7-1878, á Mið-Hvoli 1878-1884, í Pétursey 1884/6-1887. Þá fór hann til Eyja, var þar 1887-1888, var vinnumaður í Suður-Vík í Mýrdal 1888-1896, á Eystri-Sólheimum 1899-1900, lausamaður þar 1900-1901, í Suður-Vík 1901-1904.
Dánartími ókunnur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.