Þórunn Erlendsdóttir (Pétursey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 18:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2024 kl. 18:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórunn Erlendsdóttir (Pétursey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Erlendsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, vinnukona fæddist þar 27. nóvember 1855 og lést 23. febrúar 1940.
Foreldrar hennar voru Erlendur Erlendsson, bóndi, f. 13. apríl 1815, d. 18. júní 1890 í Nykhól þar, og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 30. október 1821 á Söndum í Meðallandi, d. 10. september 1860 í Pétursey.

Þórunn var með foreldrum sínum í Pétursey, var á sveit í Norður-Götum 1866-1868/9, á Suður-Fossi 1869-1870, vinnukona á Ytri-Sólheimum 1871/7 til 1878, á Ketilsstöðum 1878 til 1884/6, í Pétursey 1884/6 til 1891.
Hún fór til Eyja 1891 og var þar vinnukona til 1896, fór til Reyðarfjarðar um 1897, var vinnukona í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu 1901, verkakona á Eskifirði 1910 og enn 1930, í Dagsbrún þar við andlát 1940.
Hún eignaðist barn með Gunnari 1898.

I. Barnsfaðir Þórunnar var Gunnar Stefánsson, bóndi á Eskifirði, f. 1860, d. 9. ágúst 1898.
Barn þeirra:
1. Gunnar Júlíus Gunnarsson, vinnumaður, búsettur á Eskifirði, f. 25. júlí 1898, d. 10. febrúar 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.