Þyri Kap Árnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2024 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2024 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þyri Kap Árnadóttir.

Þyri Kap Árnadóttir menntaskólakennari fæddist 6. nóvember 1948 á Einidrangi við Brekastíg 29 og lést 27. mars 2021 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Árni Guðmundsson frá Eiðum, vélstjóri, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000, og kona hans Jóna Hannesdóttir frá Hæli, húsfreyja, f. 27. maí 1925, d. 10. febrúar 2010.

Börn Jónu og Árna:
1. Steinar Vilberg Árnason lífeindafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 16. ágúst 1946. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.
2. Þyri Kap Árnadóttir menntaskólakennari, f. 6. nóvember 1948. Maður hennar er Trausti Leósson.
3. Jón Atli Árnason læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir.

Þyri var með foreldrum sínum í æsku, á Einidrangi við Brekstíg 29 og Túngötu 24.
Hún lauk kennaraprófi 1968, var við framhaldsnám í Danmarks Lærerhøjskole 1971-1973, er maður hennar var við nám, lauk BA-prófi í dönsku við Háskóla Íslands 1990.
Þyri stundaði veslunarstörf í Kaupmannahöfn á námstíma Trausta þar. Hún kenndi í Hagaskóla til ársins 1990, og var kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1990-2018, er hún lét af störfum vegna aldurs.
Þau Trausti giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast á Leirutanga 16 í Mosfellsbæ.

Maður Þyri Kap er Trausti Leósson byggingafræðingur, f. 31. ágúst 1946. Foreldrar hans Leó Guðlaugsson frá Kletti í Geiradal í Barð., húsasmíðameistari, f. 27. mars 1909, d. 14. febrúar 2004, og kona hans Soffía Eygló Jónsdóttir frá Stóra-Skipholti á Bráðræðisholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 3. nóvember 1916, d. 3. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Silja Traustadóttir arkitekt, f. 27. febrúar 1874. Maður hennar Florian Zink.
2. Tumi Traustason líffræðingur og MA í sérkennslufræðum, f. 26. júlí 1975. Kona hans Jennifer Lynn Arseneau.
3. Sindri Traustason doktor í líf- og læknavísindum, f. 2. mars 1981. Kona hans Sarah Maria Gørtz.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.