Svandís Þórhallsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Svandís Þórhallsdóttir''', sjúkraliði, sérkennari fæddist 13. maí 1972 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar Þórhallur Guðjónsson, f. 27. október 1931, og Svala Ingólfsdóttir, f. 10. ágúst 1944, d. 11. janúar 1992. Svandís var með foreldrum sínum, við Illugagötu 17 1972 og 1986. Hún varð sjúkraliði og sérkennari.<br> Svandís er sérkennari við Hvolsskóla á Hvol...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Svandís Þórhallsdóttir, sjúkraliði, sérkennari fæddist 13. maí 1972 í Eyjum.
Foreldrar hennar Þórhallur Guðjónsson, f. 27. október 1931, og Svala Ingólfsdóttir, f. 10. ágúst 1944, d. 11. janúar 1992.

Svandís var með foreldrum sínum, við Illugagötu 17 1972 og 1986. Hún varð sjúkraliði og sérkennari.
Svandís er sérkennari við Hvolsskóla á Hvolsvelli.
Þau Guðsteinn hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum, en skildu.
Þau Sigurjón giftu sig 2002, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hveragerði. Þau skildu.
Þau Guðmundur Jón hófu búskap, eignuðust eitt barn. Þau búa í Berjanesi í Landeyjum.

Maður Svandísar, skildu, er Guðsteinn Hlöðversson frá Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, verkamaður, f. 4. janúar 1970. Foreldrar hans Hlöðver Diðriksson bóndi, síðar tæknimaður í Svíþjóð, f. 25.ágúst 1939 í Rvk, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1943.
Börn þeirra:
1. Fjölnir Guðsteinsson, flugvirki, f. 20. maí 1992. Sambúðarkona hans Áslaug María Scheving Bergdaggardóttir.
2. Birkir Guðsteinsson, sölumaður, f. 7. apríl 1996. Sambúðarkona hans Bergþóra Sól Gunnarsdóttir.

II. Maður Svandísar, (10. ágúst 2002, skildu), Sigurjón Hallvarðsson, símvirki, f. 30. ágúst 1966. Foreldrar hans Hallvarður Sigurjónsson, f. 27. janúar 1944, og Kristín Lára Scheving Valgarðsdóttir, f. 15. ágúst 1945, d. 27. júní 2023.
Börn þeirra:
3. Aron Sigurjónsson, verktaki, f. 17. júní 2002. Sambúðarkona hans Sigurbjörg Helga Vignisdóttir.
4. Sindri Sigurjónsson, múrari, f. 8. febrúar 2004.

III. Maður Svandísar er Guðmundur Jón Jónsson, bóndi í Berjanesi, f. 21. desember 1972. Foreldrar hans Jón Þórir Guðmundsson, f. 6. apríl 1939, og Erna Árfells, f. 11. febrúar 1942.
Barn þeirra:
5. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 24. ágúst 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.