Birgir Guðjónsson (netagerðarmeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 20:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júní 2024 kl. 20:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Magnús ''Birgir'' Guðjónsson''' netagerðarmeistari fæddist 13. júlí 1949 á Haukabergi við Vestmannabraut 11.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Magnússon, netagerðarmaður, afreksmaður í íþróttum, f. 4. apríl 1921, d. 4. janúar 2001, og kona hans Anna Sigríður Grímsdóttir, húsfreyja, f. 14. júlí 1928, d. 27. apríl 2024. Börn Önnu og Guðjóns:<br> 1. Birg...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Birgir Guðjónsson netagerðarmeistari fæddist 13. júlí 1949 á Haukabergi við Vestmannabraut 11.
Foreldrar hans voru Guðjón Magnússon, netagerðarmaður, afreksmaður í íþróttum, f. 4. apríl 1921, d. 4. janúar 2001, og kona hans Anna Sigríður Grímsdóttir, húsfreyja, f. 14. júlí 1928, d. 27. apríl 2024.

Börn Önnu og Guðjóns:
1. Magnús Birgir Guðjónsson netagerðarmeistari, f. 13. júlí 1949 á Haukabergi. Kona hans Jóna Kristín Ágústsdóttir, látin.
2. Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. nóvember 1952 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Friðrik Erlendsson.

Þau Jóna Kristín giftu sig 1987, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Áshamar 6.

I. Kona Magnúsar, (30. maí 1987), var Jóna Kristín Ágústsdóttir, húsfeyja, f. 9. ágúst 1957, d. 18. október 2016.
Börn þeirra:
1. Guðjón Magnússon, f. 20. september 1983.
2. Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 6. mars 1987. Unnusti hennar Toke Ploug Henriksen.
3. Ólafur Vignir Magnússon, f. 12. febrúar 1993. Unnusta hans Halla Kristín Kristinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.