Óskar Kristinsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2024 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2024 kl. 17:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Óskar Kristinsson''' frá Húsavík við Borgarfjörð eystri, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 7. ágúst 1944.<br> Foreldrar hans voru Kristinn Þorsteinsson bóndi, f. 8. júní 1914, d. 23. febrúar 1997, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir, f, 4. febrúar 1916, d. 28. ágúst 2005. Óskar lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum II. stigi.<br> Hann var skipstjóri og útgerðarmaður mb. Sigurbáru...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Kristinsson frá Húsavík við Borgarfjörð eystri, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 7. ágúst 1944.
Foreldrar hans voru Kristinn Þorsteinsson bóndi, f. 8. júní 1914, d. 23. febrúar 1997, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir, f, 4. febrúar 1916, d. 28. ágúst 2005.

Óskar lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum II. stigi.
Hann var skipstjóri og útgerðarmaður mb. Sigurbáru VE 249, rekur nú strandveiðibát á Eyrarbakka.
Þau Guðfinna giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Suðurveg 13 við Gosið 1973, síðar Birkihlíð 6.
Þau skildu.
Óskar býr á Eyrarbakka.

I. Kona Óskars, (11. nóvember 1972, skildu), er Guðfinna Georgsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1950.
Börn þeirra:
1. Kristinn Óskarsson, vélstjóri, verkstjóri í Selvogi, f. 24. október 1970. Kona hans Kristrún Agnarsdóttir frá Selfossi.
2. Sigurbára Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 8. maí 1975. Maður hennar Guðni Hannesson frá Stokkseyri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.