Ástríður Gísladóttir (Þingholti)
Ástríður Gísladóttir húsfreyja í Þingholti við Heimagötu 2a fæddist 17. apríl 1891 á Varmá í Mosfellssveit og lést 26. nóvember 1953. Foreldrar hennar voru Gísli Gunnarsson, f. 25. mars 1848, d. 22. apríl 1914, og Guðrún Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1854, d. 11. júlí 1936.
Ástríður kom til Eyja 1916, var leigjandi í Þingholti, virðist farin úr Eyjum 1921.
Þau Gestur giftu sig 1917, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
I. Barnsfaðir Ástríðar var Valdimar Árnason pípulagningameistari í Reykjavík, f. 1. nóvember 1888, d. 4. júlí 1967.
Barn þeirra var
1. Hörður Lárus Valdimarsson pípulagningameistari í Reykjavík, f. 17. janúar 1914 í Noregi, d. 21. janúar 1980.
II. Maður Ástríðar, (8. apríl 1917), var Gestur Guðmundsson sjómaður, vélstjóri í Þingholti, síðar í Reykjavík f. 14. október 1885, d. 19. febrúar 1938.
Börn þeirra:
1. Rebekka Petrea Gestsdóttir, f. 13. júlí 1917 í Þingholti, d. 28. október 1986.
2. Andvana stúlka, f. 22. febrúar 1919.
3. Þórunn Gíslína María Gestsdóttir, f. 8. nóvember 1920 í Þingholti, d. 1. nóvember 1994.
4. Guðmundur Kristinn Gestsson, f. 14. mars 1926 í Rvk, d. 11. febrúar 1952.
5. Stefanía Björg Gestsdóttir Sommerville, f. 2. júní 1928 í Rvk, d. 11. september 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.