Edinborg
Húsið Edinborg stóð við Strandveg 15. Húsið var verzlunarhús Gísla J. Johnsen, Miðbúðin, en fékk Edinborgarnafnið, þegar Gísli seldi vezlunarreksturinn ensku hlutafélagi, Copland & Berrie 1908. Hann keypti verzlunina aftur 1917 og rak þar verzlun sína, unz hann hætti rekstri í Eyjum vegna gjaldþrots 1930. Áfast til vinstri er matstofa Hraðfrystistöðvarinnar. Húsið á vinstri kanti er Godthaab. Húsin fóru undir hraun 1973.
Edinborg stóð ofan við og suðvestur af Edinborgarbryggju sunnan við Strandveg.