Guðrún Runólfsdóttir (Litlakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Runólfsdóttir. '''Guðrún Runólfsdóttir''' frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, fæddist þar 14. maí 1877 og lést 20. nóvember 1947 á Siglufirði.<br> Foreldrar hennar voru Runólfur Eiríksson járnsmiður á Eyrarbakka, f. 14. maí 1844, d. 26. júlí 1911, og Ástríður Guðmundsdóttir vinnukona á Minna- Hofi, f. 22. febrúar 1839, d. 7. nóvember 1902. Guðrún var framan af ævi í vinnumennsku...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Runólfsdóttir.

Guðrún Runólfsdóttir frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, fæddist þar 14. maí 1877 og lést 20. nóvember 1947 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Runólfur Eiríksson járnsmiður á Eyrarbakka, f. 14. maí 1844, d. 26. júlí 1911, og Ástríður Guðmundsdóttir vinnukona á Minna- Hofi, f. 22. febrúar 1839, d. 7. nóvember 1902.

Guðrún var framan af ævi í vinnumennsku, var um skeið í Rvk. Hún var húskona í Húnakoti í Djúpárhreppi, Rang. 1917 og fram á árið 1918, en bjó síðan í u.þ.b. eitt ár í jarðhýsi á Grímsstöðum í V.-Landeyjum.
Hún flutti til Eyja 1919, var vetrarstúlka í Litlakoti (síðar Veggur) 1920 með Ásmundu Guðrúnu hjá sér, var um sumarið 1921 flutt hreppaflutningi með dóttur sína á Ásahrepp í A.-Húnavatnssýslu. Hún átti heima á ýmsum bæjum þar í sveit, síðast á Snæringsstöðum. Mikill málarekstur varð af framfærslu Guðrúnar. Hún dvaldi um skamma hríð á Hvammstanga á árinu 1931, en dvaldi síðan hjá dóttur sinni á Siglufirði.
Guðrún eignaðist barn með Ólafi Guðbrandssyni 1911.
Þau Benedikt giftu sig 1918, skildu eftir skammar samvistir.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Ólafur Guðbrandsson verkamaður í Rvk, f. 29. nóvember 1890, d. 27. júní 1956.
Barn þeirra:
1. Ástmunda Guðrún Blómquist, fyrr húsfreyja og verkakona á Siglufirði, en síðan í Rvk, f. 11. júní 1911, d. 10. mars 1990. Fyrrum sambúðarmaður hennar Kristinn Jón Guðmundsson. Maður hennar Njáll Gunnarsson skipstjóri.

II. Maður Guðrúnar, (23. febrúar 1918, skildu), var Benedikt Jónasson nautahirðir, húsmaður, smiður, f. 6. desember 1878, d. 20. nóvember 1947. Foreldrar hans voru Jónas Jóelsson bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Hún., f. 21. febrúar 1845, d. 22. júní 1924, og kona hans Elín Sigríður Benediktsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1851, d. 30. janúar 1913.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.