Stefán Jónasson (málarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Stefán Anders King Jónasson. '''Stefán Anders King Jónasson''' frá Akureyri, málarameistari fæddist þar 24. desember 1943.<br> Foreldrar hans voru Jónas Magnússon (kjörfaðir), f. 15. apríl 1915, d. 23. desember 1974, og kona hans Pálína Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1924, d. 10. janúar 1989. Stefán lærði málaraiðn hjá Guðna Hermansen 1965-1969, lauk prófi í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Anders King Jónasson.

Stefán Anders King Jónasson frá Akureyri, málarameistari fæddist þar 24. desember 1943.
Foreldrar hans voru Jónas Magnússon (kjörfaðir), f. 15. apríl 1915, d. 23. desember 1974, og kona hans Pálína Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1924, d. 10. janúar 1989.

Stefán lærði málaraiðn hjá Guðna Hermansen 1965-1969, lauk prófi í Iðnskólanum í Eyjum og sveinsprófi 1969. Hann fékk meistarabréf 1972, var félagi í SFBV.
Þau Björghildur giftu sig 1965, eignuðust fimm börn, en tvö þeirra fæddust andvana. Þau bjuggu við Kirkjubæjarbraut 16 og við Suðurveg 16 við Gosið 1973, síðan í Hveragerði, í Garðinum, Gull., á Hvolsvelli í Hvolhreppi, Rang. og búa nú í Rvk.

I. Kona Stefáns, (29. maí 1965), er Björghildur Sigurðardóttir frá Kirkjubæjarbraut 16, húsfreyja, f. 29. ágúst 1945.
Börn þeirra:
1. Guðrún Hrönn Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 31. desember 1964. Maður hennar Ævar Örn Úlfarsson.
2. Andvana stúlka, f. 1969.
3. Andvana drengur, f. 1970.
4. Sigurður Freyr Stefánsson, verslunarmaður, f. 3. október 1973 í Hveragerði. Kona hans Ásdís Hrund Þórarinsdóttir.
5. Stefanía Þöll Stefánsdóttir, starfsmaður leikskóla, býr í Danmörku, f. 22. mars 1978 í Rvk. Maður hennar Smári Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Björghildur.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.