Hilda Árnadóttir (Ásgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2024 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Hilda Árnadóttir. '''Hilda Árnadóttir''' frá Ásgarði, húsfreyja, talsímakona fæddist 19. október 1926 á Grund við Kirkjuvegi 31 og lést 17. desember 2004.<br> Foreldrar hennar voru Árni Árnason símritari, fræðimaður, f. 19. mars 1901, d. 13. október 1962, og kona hans Katrín Árnadóttir húsfreyja, f. 12. október 1905,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hilda Árnadóttir.

Hilda Árnadóttir frá Ásgarði, húsfreyja, talsímakona fæddist 19. október 1926 á Grund við Kirkjuvegi 31 og lést 17. desember 2004.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason símritari, fræðimaður, f. 19. mars 1901, d. 13. október 1962, og kona hans Katrín Árnadóttir húsfreyja, f. 12. október 1905, d. 8. maí 1981.

Barn Katrínar og Árna var:
1. Hilda, f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004, gift á Akureyri Herði Svanbergssyni prentara, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012.
Fóstursbörn Árna og Katrínar voru:
2. Þórarinn Guðmundsson radíóvirki, sonur Guðmundar bróður Katrínar, f. 25. apríl 1929.
3. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur, dóttir Hildu, f. 1. janúar 1947.

Hilda vann við talsímaþjónustu á Miðstöð, síðar á Akureyri. Hún vann síðar með Herði við límmiðaprentun.
Hún eignaðist barn með Gunnari Grétari 1947.
Þau Hörður Svanberg giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Barnsfaðir Hildu var Gunnar Grétar Jóhannesson múrarameistari á Siglufirði, f. 1. júní 1927, d. 13. september 1974.
Barn þeirra:
1. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur, f. 1. janúar 1947 í Ásgarði. Maður hennar Bjarki Jóhannesson, verkfræðingur, arkitekt.

II. Maður Hildu var Hörður Svanbergsson prentari á Akureyri, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012. Foreldrar hans Svanberg Sigurgeirsson, f. 14. júní 1887, d. 11. júní 1961, og Aðalheiður Jónsdóttir, f. 22. september 1893, d. 1. febrúar 1983.
Börn þeirra:
2. Árni Harðarson, lærður þjónn, vinnur við matreiðslu, f. 7. maí 1954. Kona hans María Tryggvadóttir, verslunarmaður.
3. Gunnhildur Harðardóttir, kennari, f. 26. október 1962. Maður hennar Ársæll Guðmundsson, skólastjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.