Guðmundur Guðmundsson (útgerðarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 13:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 13:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Guðmundsson (útgerðarmaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Guðmundson frá Búlandi í A.-Landeyjum, sjómaður, útgerðarmaður í Byggðarholti fæddist 28. apríl 1888 og lést 4. febrúar 1914.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson bóndi, f. 27. apríl 1843 í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, d. 26. mars 1912, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 4. september 1850, d. 21. apríl 1920.

Guðmundur var með foreldrum sínum, í Austurhjáleigu í Landeyjum 1901. Hann flutti til Eyja 1907, var sjómaður og útgerðarmaður.
Hann bjó í Norður-Gerði 1910, síðar í Byggðarholti.
Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.