Sigríður M. Stephensen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 10:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 10:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sigríður M. Stephensen. '''Sigríður Magnúsdóttir Stephensen''' frá Bjarnanesi í Hornafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 20. maí 1925 og lést 24. maí 2006.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Ólafur Stephensen bóndi, síðar skrifstofumaður í Rvk, f. 4. nóvember 1891, d. 6. júlí 1976, og kona hans Sigurbjörg Björnsdóttir Stephensen húsfreyja, f. 9. ágúst 1896, d. 21. ágúst 1985. Sig...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður M. Stephensen.

Sigríður Magnúsdóttir Stephensen frá Bjarnanesi í Hornafirði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 20. maí 1925 og lést 24. maí 2006.
Foreldrar hennar voru Magnús Ólafur Stephensen bóndi, síðar skrifstofumaður í Rvk, f. 4. nóvember 1891, d. 6. júlí 1976, og kona hans Sigurbjörg Björnsdóttir Stephensen húsfreyja, f. 9. ágúst 1896, d. 21. ágúst 1985.

Sigríður lærði í VÍ 1941-1944, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1948, sótti námskeið fyrir deildarhjúkrunarfræðinga hjá Dansk Sygeplejeråd febrúar og mars 1957.
Hún vann á Kleppsspítala veturinn 1948-1949, á Sjúkrahúsinu í Eyjum sumarið 1949, í Ullevål sykehus í Ósló 1950, á Lsp, handlæknisdeild 1951-1953, fæðingadeild 1953-1956, á Bispebjerghospital í Khöfn 1956-1957, var deildarhjúkrunarfræðingur á Lsp, lyflæknisdeild frá 1957. (þannig 1967).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.