Júlíus Guðmundsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2024 kl. 16:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Júlíus Guðmundsson.

Júlíus Guðmundsson frá Glæsistöðum í V.-Landeyjum, kennari, skólastjóri fæddist þar 21. maí 1909 og lést 11. janúar 2001.
Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason bóndi, f. 16. nóvember 1869, d. 2. desember 1942, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1976, d. 3. október 1916.

Júlíus nam í Nærum Missionsskole í Danmörku 1929-1930, Vejlefjord Höjskole þar 1930-1933, Newbold Missionary College í Near Rugby á Englandi 1935, lauk kennaraprófi 1941, nam í S. D. A. Theological Seminary í Washington 1951-1952.
Hann var skólastjóri í barnaskóla S. D. aðventista í Eyum 1941-1947, í Hlíðardalsskóla í Ölfusi frá stofnun 1950, var ritari hjá samtökum S. D. A. í Danmörku 1936-1938, deildarstjóri við samtök S. D. A. á Íslandi 1938-1947, formaður frá 1949.
Ritstjóri: Kristileg menning, frá 1950.
Þýðingar: Blaðagreinar um kristileg efni.
Þau Gerda Lilly giftu sig 1938, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg 15, fluttu til Danmerkur 1968.
Júlíus lést 2001 og Gerda Lilly 2002

I. Kona Júlíusar, (14. september 1938), var Gerda Lilly Guðmundsson húsfreyja, f. 26. ágúst 1909, d. 31. október 2002.
Börn þeirra:
1. Sonja Sofie Guðmundsson, síðar Danielsen, kennari, f. 21. maí 1942 á Bárustíg 15. Maður hennar var Jens Danielsen
2. Guðmundur Harri Guðmundsson, læknir, f. 8. júní 1945 á Bárustíg 15. Kona hans Sunneva Jacobsen.
3. Jörgen Eric Guðmundsson, prestur f. 25. júlí 1949. Kona hans Laila Mary Panduro.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.