Ingvar Guðmundsson (Sólheimakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingvar Guðmundsson''' frá Sólheimakoti í Mýrdal, trésmiður, málari fæddist þar 22. nóvember 1865 og lést 22. nóvember 1918 í Rvk.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. í janúar 1834, d. 12. febrúar 1908, og kona hans Geirdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1830, d. 21. maí 1905. Ingvar var með foreldrum sínum til 1865/70, var ómagi á Högnavelli í Mýrdal 1865/70-1880, var niðursetningur og síðan matvinnungur í Reynish...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingvar Guðmundsson frá Sólheimakoti í Mýrdal, trésmiður, málari fæddist þar 22. nóvember 1865 og lést 22. nóvember 1918 í Rvk.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. í janúar 1834, d. 12. febrúar 1908, og kona hans Geirdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1830, d. 21. maí 1905.

Ingvar var með foreldrum sínum til 1865/70, var ómagi á Högnavelli í Mýrdal 1865/70-1880, var niðursetningur og síðan matvinnungur í Reynishólum í Mýrdal 1880-1883, vinnumaður á Felli í Mýrdal 1883-1884/6, á Mið-Hvoli í Mýrdal 1884/6-1887. Hann fór u. Eyjafjöll 1887, kom frá Skarðshlíð þar 1889, var vinnumaður í Nykhól í Mýrdal 1889-1890, í Pétursey 1890-1891.
Hann fór til Eyja 1991, var þar til 1901, er hann flutti til Rvk, var þar trésmiður 1902 og 1910, málari, er hann andaðist 1918.
Þau Solveig giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Ingvars var Solveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1869 í Seljadal í Kjós., d. 27. október 1947. Foreldrar hennar voru Björn Erlendsson, f. 1820, d. 13. júlí 1890, og Steinunn Teitsdóttir, f. 2. júlí 1831, d. 9. júlí 1888.
Börn þeirra:
1. Ágúst Ingvarsson sjómaður, vélstjóri, f. 1. ágúst 1904, d. 4. júní 1980.
2. Anna Ingvarsdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 10. mars 1910, d. 28. desember 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.