Jóhanna Reyndal Jóhannsdóttir (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. janúar 2024 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. janúar 2024 kl. 13:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Reyndal Jóhannsdóttir (Ekru)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Lilja Jóhanna Reyndal Jóhannesdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 29. febrúar 1920 á Ekru við Urðaveg 20 og lést 27. júní 1961.
Foreldrar hennar voru Jóhann Pétur Reyndal, (hét áður Jóhann Sörensen), frá Holsterbro á Jótlandi í Danmörku, bakarameistari, f. þar 4. júní 1878, d. 9. september 1971 í Rvk, og barnsmóðir hans Þórunn Karítas Ingimundardóttir frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. þar 13. janúar 1896, d. 14. júní 1975.

Þau Kristján giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk. Jóhanna lést 1961 og Kristján 1978.

I. Maður Jóhönnu var Kristján Sæmundur Guðmundsson bifreiðastjóri, verkamaður, f. 26. júní 1903, d. 19. september 1978. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson verkamaður í Rvk, f. 10. júní 1866, d. 19. nóvember 1918, og Margrét Jóhannesdóttir, f. 12. júlí 1876, d. 13. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Ingimundur Kristjánsson, f. 9. febrúar 1946, d. 9. janúar 2004.
2. Halldóra Kristjánsdóttir, f. 10. október 1950.
3. Magnús Kristjánson, f. 20. júní 1952, d. 27. október 2022.
4. Kristján Kristjánsson, f. 16. apríl 1954, d. 15. september 2020.
Börn Kristjáns áður:
5. Guðmundur Kristjánsson, f. 25. júlí 1932, d. 26. ágúst 2022.
6. Þórður Sigurel Kristjánsson, f. 29. október 1933, d. 1. júlí 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.