Guðlaug Þorbergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2023 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2023 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðlaug Þorbergsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Þorbergsdóttir.

Guðlaug Þorbergsdóttir frá Gvendarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, starfsmaður í efnalaug, þvottakona fæddist þar 17. júlí 1932 og lést 3. mars 2000.
Foreldrar hennar voru Þorbergur Þorvaldsson, f. 3. febrúar 1887, d. 25. apríl 1973, og Níelsína Sigurðardóttir, f. 9. júlí 1901, d. 8. apríl 1978.

Guðlaug var með foreldrum sínum fram yfir fermingu.
Hún varð vinnukona að Kjartansstöðum í Flóa til 1962, síðar starfsmaður í efnalauginni Straumi.
Þau Magnús giftu sig 1962, eignuðust kjörbarn 1977. Þau fluttu til Eyja, bjuggu á Hrauni við Landagötu 4, ásamt foreldrum Magnúsar, fram að Gosi 1973, en bjuggu í Rvk til 1975. Þau fluttu þá að Fífilgötu 2.
Magnús lést 1987 og Guðlaug árið 2000.

I. Maður Guðlaugar, (1962), var Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, sjómaður, verkamaður, rithöfundur, f. 28. desember 1921, d. 26. júní 1987.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Björt Hugrún Magnúsdóttir, f. 6. maí 1971. Hún var upphaflega skírð Dagný Björt Konráðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.