Ríkharður Örn Steingrímsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ríkharður Örn Steingrímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Ríkharður Örn Steingrímsson.

Ríkharður Örn Steingrímsson lögreglumaður fæddist 23. apríl 1976 í Reykjavík og lést 21. apríl 2016.
Foreldrar hans eru Steingrímur Ágúst Jónsson sjúkraliði, f. 15. maí 1954, og kona hans Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, kennari, dagvistarfulltrúi, f. 12. nóvember 1955.

Ríkharður Örn var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1977.
Hann lauk sjúkraliðaprófi í Framhaldsskólanum í Eyjum 1996, hóf nám í Lögregluskóla ríkisins 1997 og lauk því í maí 1999. Einnig sótti hann ýmis námskeið á vegum lögreglunnar
Hann hafði einnig lokið námi til aukinna ökuréttinda, vinnuvélaprófi og nýlega öðlaðist hann ADR-réttindi.
Ríkharður Örn hóf nám í bifreiðasmíði í Borgarholtsskóla haustið 2011, en lést áður en hann gat lokið sveinsprófi að fullu.
Veturinn 1996-1997 starfaði hann hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og hóf svo sumarafleysingar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sumarið 1997. Ríkharður starfaði lengst af á B-vakt lögreglunnar í Reykjavík, en eftir breytingar og sameiningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var hann varðstjóri á Vínlandsleið, lögreglustöð 4.
Hann sat í stjórn Landssambands lögreglumanna um skeið.
Þau Iðunn giftu sig 2014, eignuðust tvö börn.
Ríkharður Örn lést 2016.

I. Kona Ríkharðs Arnar, (23. apríl 2014), er Iðunn Dögg Gylfadóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1980. Foreldrar hennar Gylfi Óskarsson, f. 22. október 1948, og Guðlaug Sigurbjörg Árnmarsdóttir, f. 7. desember 1950.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Nói Ríkharðsson, f. 22. nóvember 2006.
2. Egill Gylfi Ríkharðsson, f. 12. desember 2009.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.