Björn Indriðason (stöðvarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Björn Indriðason. '''Björn Indriðason''' raftæknifræðingur fæddist 27. febrúar 1957 á Akranesi og lést 23. október 2023 í Hraunbúðum.<br> Foreldrar hans voru Indriði Björnsson skrifstofumaður frá Undirvegg í Kelduhverfi, S.-Þing., f. 26. maí 1909, d. 18. janúar 1994 og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir frá Hjöllum í Skötufirði við Ísafjarðardjúp, húsfreyja, f. 23. febrúar 1919, d...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Indriðason.

Björn Indriðason raftæknifræðingur fæddist 27. febrúar 1957 á Akranesi og lést 23. október 2023 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Indriði Björnsson skrifstofumaður frá Undirvegg í Kelduhverfi, S.-Þing., f. 26. maí 1909, d. 18. janúar 1994 og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir frá Hjöllum í Skötufirði við Ísafjarðardjúp, húsfreyja, f. 23. febrúar 1919, d. 29. desember 2006.

Björn var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hann var síðan með móður sinni víða í Reykjavík.
Hann nam í Iðnskólanum í Reykjavík og Tækniskóla Íslands, flutti til Danmerkur, stundaði nám í Aarhus Teknikum og varð raftæknifræðingur.
Björn vann hjá Reykjavíkurborg, en hjá Mílu 1992, varð stöðvarstjóri Sæsímastöðvarinnar í Eyjum 1994-2016.
Þau Elsa giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hrauntún.
Björn lést 2023.

I. Kona Björns er Elsa Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1961.
Börn þeirra:
1. Elín Sigríður Björnsdóttir viðskiptafræðingur, f. 29. júlí 1976. Maður hennar Símon Þór Eðvarðsson.
2. Elva Dögg Björnsdóttir matráður, f. 3. september 1982. Barnsfaðir hennar Gunnar Páll Línberg Kristjánsson. Maður hennar Sigurður Einar Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.