Salgerður Guðmundsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2023 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Salgerður Guðmundsdóttir (Stakkagerði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Salgerður Guðmundsdóttir frá Norður-Vík í Mýrdal, vinnukona fæddist þar 19. apríl 1835 og lést 28. maí 1895 í Reynisdal þar.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason bóndi, f. 1808 á Skógtjörn á Álftanesi, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1812 á Lambastöðum í Garði, Gull.

Salgerður var með móður sinni í Norður-Vík til 1841, hjá foreldrum sínum í Neðri-Dal í Mýrdal 1841-1842, á Mið-Fossi þar 1842-1854/5, vinnukona í Skagnesi þar 1854/5-1858, í Reynishjáleigu 1858-1859, í Steig þar 1859-1860, í Reynishjáleigu 1860-1864.
Hún fór frá Dyrhólum þar að Gvendarhúsi 1865, var vinnukona í Stakkagerði 1870, var í Keflavík 1875, finnst ekki á manntali 1880, var vinnukona í Skammadal í Mýrdal 1880-1881/2, á Litlu-Heiði þar 1881/2-1883, á Giljum þar 1883-1885/6, á Litlu-Heiði 1885/6-1889, í Görðum þar 1889-1890, á Suður-Fossi 1890-1892, í Reynisdal 1892 til æviloka 1895.
Hún eignaðist barn með Guðmundi 1875.

I. Barnsfaðir Salgerðar var Guðmundur Þorkelsson tomthúsmaður í Keflavík.
Barn þeirra:
1. Ragnhildur Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 4. mars 1875 í Keflavík, d. 10. júní 1885 á Litlu-Heiði í Mýrdal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.