Einarína S. Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 13:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir''' frá Hábæ á Miðnesi, Gull., vinnukona fæddist þar 18. júní 1887 og lést 4. júní 1927 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason bóndi, f. 7. september 1845 í Syðri-Vík í Mýrdal, d. 10. október 1887, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 21. apríl 1849, d. 29. maí 1918 í Eyjum. Börn Sigríðar og Árna Ólafssonar:<b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir frá Hábæ á Miðnesi, Gull., vinnukona fæddist þar 18. júní 1887 og lést 4. júní 1927 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason bóndi, f. 7. september 1845 í Syðri-Vík í Mýrdal, d. 10. október 1887, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 21. apríl 1849, d. 29. maí 1918 í Eyjum.

Börn Sigríðar og Árna Ólafssonar:
1. Jón Árnason skipstjóri, f. 5. apríl 1868. Hann fórst með Fjósarauð við Þrídranga.
2. Vilborg Árnadóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 2. maí 1869, d. 17. október 1921.
3. Ingveldur Árnadóttir, f. 13. maí 1870. Hún mun hafa farið til Vesturheims.
4. Sigurður, skírður 30. júní 1872, d. 18. nóvember 1873.
5. Þórunn Árnadóttir, f. 15. júní 1873, d. 11. júlí 1874.
6. Þórunn Sigurlín Árnadóttir, f. 19. júní 1875. Hún mun hafa farið til Vesturheims.
Börn Sigríðar og Eyjólfs Bjarnasonar:
7. Sigurður Eyjólfsson, f. 1878, d. 24. nóvember 1881.
8. Árni Eyjólfsson (nefndist Árni Byron) skipstjóri á Englandi, f. 11. júní 1879, d. 1918.
9. Bjarngerður Eyjólfsdóttir, f. 24. júní 1882, d. 3. júlí 1967. Hún fór til Vesturheims 1900, bjó í Selkirk í Manitoba 1916.
10. Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, bjó í Reykjavík, f. 27. janúar 1885, d. 2. nóvember 1971.
11. Einarína Sigríður Eyjólfsdóttir vinnukona, f. 18. júní 1887 í Hábæ í Hvalsnessókn, Gull., d. 4. júní 1927. Börn Sigríðar og Guðlaugs Bjarnasonar:
1. Bjarni Guðlaugsson, f. 9. nóvember 1888, d. 17. sama mánaðar.
2. Einar Guðlaugsson, f. 8. apríl 1891, d. 17. sama mánaðar.
3. Guðjón Þorbergur Guðlaugsson sjómaður, f. 9. september 1893 í Hryggjum í Mýrdal, fórst með vélbátnum Fjósarauð við Þrídranga.
4. Halldór Sigurður Guðlaugsson, f. 2. febrúar 1895, d. 13. júlí sama ár.

Einarína var með móður sinni í Hryggjum 1887-1901, fór þá með henni til Reykjavíkur, var þar hjá henni 1910.
Hún flutti með henni til Eyja, var vinnukona á heimili hennar og Guðlaugs í Hruna. Þar voru fósturbörn Gunnar, Sigríður Svanhvít og Árni Byron Sigurðarbörn og Guðbjargar systur hennar. Hún hélt heimili í Hruna, var þar húsfreyja 1925 með Sigríði Svanhvíti og Árna, en Gunnar var á Happastöðum með Guðlaugi Bjarnasyni.
Einarína lést 1927.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.