Sigríður Árnadóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2023 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Árnadóttir''' frá Kerlingardal í Mýrdal, vinnukona, bústýra fæddist þar 13. maí 1813 og lést 8. janúar 1852 í Svartanúpi í Skaftártungu, V.-Skaft.<br> Foreldrar hennar voru Árni Klemensson bóndi í Kerlingardal, f. þar 1764, d. 11. mars 1836, og kona hans Helga Þorsteinsdóttir frá Bólhraunum í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 1779, d. 5. október 1858. Sigríður var með foreldrum sínum, fermd hjá þeim í Kerlingardal 1828...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Árnadóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, vinnukona, bústýra fæddist þar 13. maí 1813 og lést 8. janúar 1852 í Svartanúpi í Skaftártungu, V.-Skaft.
Foreldrar hennar voru Árni Klemensson bóndi í Kerlingardal, f. þar 1764, d. 11. mars 1836, og kona hans Helga Þorsteinsdóttir frá Bólhraunum í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 1779, d. 5. október 1858.

Sigríður var með foreldrum sínum, fermd hjá þeim í Kerlingardal 1828, var þar 1835 og 1840.
Hún var vinnukona í Nýjabæ í Eyjum 1845, á Gjábakka þar 1850.
Sigríður fór frá Eyjum 1851, var bústýra í Svartanúpi 1851 til æviloka 1852.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.