Þuríður Guðlaugsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 15:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Guðlaugsdóttir frá Götum í Mýrdal, vinnukona fæddist þar 1795 og lést 25. júní 1864 í Holti þar.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f. 1757, d. 7. apríl 1828 í Pétursey, og fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, d. 29. október 1797.

Móðir Þuríðar lést, er hún var um tveggja ára.
Hún var með föður sínum í Götum 1801, var niðursetningur á Brekkum í Mýrdal 1816, á Rauðhálsi 1817-1818, á sveit í Hjörleifshöfða 1820-1821/2, vinnukona á Vatnsskarðshólum í Mýrdal 1821/2-1823, á Litlu-Hólum þar 1823-1824, í Stóra-Dal þar 1824-1825, í Pétursey þar 1825-1826, í Stóra-Dal 1826-1828, í Fagradal þar 1828-1829, í Stóra-Dal 1829-1830/33, á Reyni þar 1830/33-1835/8, var í dvöl á Eyjarhólum þar 1839-1840, var vinnukona í Austur-Búðarhólshjáleigu í A.-Landeyjum 1850, á Oddsstöðum í Eyjum 1855-1859, var á sveit í Höfðabrekku í Mýrdal 1859-1860, í Norður-Vík þar 1860-1861, í Suður-Vík 1861-1864, í Holti þar 1864 til æviloka á því ári.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.